Á fjölmennum fundi, nær fullu húsi, HEILAHEILLA í dag að Síðumúla 6 Reykjavík, skemmtu Eddurnar, þær Edda Þórarinsdóttir og Edda Björgvinsdóttir, fundarmönnum við mjög góðar undirtektir. Þarna sannaðist það sem félagið stendur fyrir, að efla og styrkja þá er orðið hafa fyrir slagi, aðstandendur þeirra og fagaðila. Margir hafa gerst félagar á heimasíðu félagsins að undanförnu og það eflist og styrkist með degi hverjum. Eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar, formanns, tóku þau Edda Þórarinsdóttir, Kristján Hrannar Pálsson og Páll Einarsson lagið. Edda sagði frá Edith Piaf og söng lög hennar af miklum kraft, svo það hljómaði í öllu húsinu.
Eftir góða framsetningu listamannanna var boðið upp á kaffi, að venju. Eftir kaffihlé og gott meðlæti kaffihópsins, skemmti Edda Björgvinsdóttir fundarmönnum með mjög skemmtilegum fyrirlestri um “húmorinn” og það sem honum fylgir.
“Bibba á Brávallagötu” heimsótti HEILAHEILLA. Formaðurinn minnti á fundarmenn á þriðjudagsfundi félagsins í Síðumúla 6, Rvík. og á Akureyri. Þá ítrekaði hann um næsta laugardagsfund félagsins 2. febrúar og þá um aðalfund félagsins, sem er áætlaður föstudaginn 22. febrúar nk..