
Fimmtudaginn 14. febrúar 2013 var haldinn alþjóðlegur Go Red dagur á vegum HHH-hópsins í verslunarmiðstöðinni Kringlunni, en það er samstarfsvettvangur Hjartaheilla, Hjartaverndar og Heilaheilla. Eiga allir miklar þakkir skilið er tóku þátt á óeigingjarnarnan hátt með sjálfboðastarfi sínu í að gera þennan dag sem veglegastan.
Var hópur fólks á vegum HEILAHEILLA á vettvangi, sjúklingar og hjúkrunarfræðingar er komu skilaboðum á framfæri til viðskiptavina Kringlunnar að tengsl séu á milli gáttatifs og slags, að hjartagallar geta valdið dauða.