
Eins og tekið hefur verið eftir er starfsemi Akureyringa með blóma fyrir norðan. Meir og meir eru heilaslagsþolendur, fyrir norðan, farnir að setja sig í samband við félaga HEILAHEILLA á Akureyri. Páll Árdal, einn af stjórameðlimum félagsins, hefur verið einn helsti tengiliður nýrra félaga og staðið að mestu fyrir starfseminni á Akureyri. Félagið hélt sinn reglulega þriðjudagsfund fyrir notaðn á Greifanum 8. marz. Vel var mætt og voru allir fundargestir ánægðir með að maður í þeirra hópi væri kominn í stjórn félagsins.
Margt var rætt og áttu menn góða stund saman, m.a. um ferð félagsins í sumar. Fram komu tillögur um að fara í ferð til Hríseyjar í sumar og skoða það merkilegasta, eða fara hring í Eyjafirði og skoða söfnin. Beðið var með ákvörðun þangað til á næsta fundi, sem verður 9. apríl. Allir sem hafa áhuga þ.m.t. aðstandendur eru velkomnir þessa fundi. Hafið samband við Pál í síma 691 3844!