Hinn reglulegi “þriðjudagsfundur” HEILAHEILLA [sjálfsefling/valdefling] var haldinn 2. apríl sl. í húsakynnum félagsins að Síðumúla 6, Reykjavík. Þessi fundur var þó sérstakur þar sem fagaðili úr heilbrigðiskerfinu og félagi HEILAHEILLA, Arndís Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari og starfsmaður á Grensásdeild, ræddi við félagsmenn um endurhæfingu og lífið eftir áfall. Í ráði er að fagaðilar komi meira inn á þessa fundi í framtíðinni með óformlegu spjalli við slagþolendur og aðstandendur þeirra.