Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu laugardaginn 4 maí 2013. Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður, kynnti félagið söng Edda Þórarinsdóttir, leikkona, ásamt félögum sínum, en þau kalla sig “Fjögur á palli”. Sungu þau og spiluðu lög sem alþjóð kannast við. Þá tók hjartalæknirinn Davíð O Arnar við og flutti erindi um “Gáttatif er leiðir til slags”. Hann fræddi fundarmenn um gáttatif, hjartagalla er leiðir til slags og hvernig rannsóknir standa hér á landi í dag. Eftir kaffihlé tók Guðrún Ásmundsdóttir. leikkona við og fór með “Iðnósmelli”, rakti sögu baráttu Áróru Halldórsdóttur, leikkonu, fyrir tilurð Borgarleikhússins og hvernig hún barðist fyrir byggingu þess. Fundarmenn gæddu sér á veitingum er boði félagsins og héldu glaðir heim eftir góðan fund.