
Mikil eftirspurn hefur verið um hina árlegu sumarferð HEILAHEILLA og HJARTAHEILLA í Reykjavík. Nú er búið að ákveða hana. Farið verður á Njáluslóðir, í heimsókn á Torfastaði í Fljótshlíð, ferðin með með nokkru nýju ívafi, þar sem Bjarni Eiríkur Sigurðsson, félagi í HEILAHEILL og höfundur bókarinnar “Njála, persónur og leikendur”, verður leiðsögumaður. Það verða góðar veitingar í boði og eru unnendur Njálu hvattir til að tryggja sér miða. Skráið ykkur á heimasíðunni undir “Ferð 2013” eða hafið samband í heilaheill@heilaheill.is, Dagmar s:899 0610 eða Þóri í 8605585.