
Stjórnarmeðlimur HEILAHEILLA, Særún Harðardóttir, sópran söngkona, er þriggja barna fertug móðir. Fyrir 6 árum fékk hún heilablóðfall, lamaðist að hluta og hefur þurft að lifa með smávægilegum afleiðingum áfallsins. Þess vegna þekkir hún baráttuna í endurhæfingunni af eigin raun sem flestir félagar HEILAHEILLA kannast við. Vinkona hennar á dóttur, Sunnu Valdísi, sem er eina barnið á Íslandi er berst við AHC sjúkdóminn. Sunna Valdís er líka vinkona Særúnar og er nýbúin að klára fyrsta bekkinn sinn í grunnskóla. Hún er mikill húmoristi, áhugasöm um lífið í kringum sig, elskar ís og falleg föt og vill umfram allt hafa gaman með fólkinu í kringum sig. Hún og allt hennar fólk eru með mestu hetjum sem Særún hefur kynnst og skorar á fólk að heita á sig, með því að smella á hér og hjálpa í leiðinni þessum litlu samtökum, AHC, við að hjálpa Sunnu Valdísi – hetju Særúnar!