Miðvikudaginn 29.01.2014 sátu saman til skrafs og ráðagerða fulltrúar aðildarfélaga SAMTAUGAR, samtök taugasjúklinga, [Félags MND-sjúklinga, Heilaheilla, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, MG-félags Íslands, MS-félags Íslands og Parkinsonssamtakanna á Ísland] þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, Sigurður Jónsson félagi Heilaheilla, Hafsteinn Jóhannesson félagi Parkinsonssamtakanna á Íslandi og Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félags Íslands. Fundurinn var á Selfossi og kom til tals að efla endurhæfingarþátt skjólstæðinga þessara félaga er varðar málstol. Var samþykkt að kalla eftir upplýsingum frá félagi talmeinfræðinga um hvaða kostir gætu verið i boði um slíka endurhæfingu, þá á Selfossi til að byrja með.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.