Laugardaginn 15.02.2014 var formanni HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni, boðið að kynna félagið í hádegisverði hjá klúbbi er heitir K-21 á Kringlukránni. Er hér um að ræða “reglu” er 21 meðlimur skipa, er standa að ýmsum góðgerðarmálum.
Klúbburinn K-21 mun vera hópur framtakssamra manna og er u.þ.b. 40 ára gamall. Meðlimir eru úr öllum stéttum samfélagsins er vilja láta gott af sér leiða og mynda góðan félagsskap.
Eftir fyrirlestur formannsins um slagið og upplifun hans á áfallinu, þá afhenti Gísli Friðjónsson, fyrir hönd HÓPBÍLA, styrk til félagsins að fjárhæð kr.105.000,-. Veitti formaðurinn því viðtöku og færði fundarmönnum góðar kveðjur og þakkaði fyrir styrkinn.