HEILAHEILLA á Go Red í Kringlunni

GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga má úr líkum á þessum sjúkdómum. GoRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi 2009. Verndari átaksins hér á landi er Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrum heilbrigðisráðherra. Formaður stjórnar GoRed er Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir sérfræðingur í hjartasjúkdómum.

HEILAHEILL var í Kringlunni við góðar undirtektir.

    

Of margar konur og alltof margir heilbrigðisstarfsmenn, telja að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fá , en bara ein og ein kona. Konur eru oft ekki meðvitaðar um eigin áhættu og áhættuþætti og framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi algengasta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Á Íslandi hefur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. 

Það eru einungis fáein ár síðan farið var að leggja áherslu á að miðla upplýsingum til kvenna og heilbrigðisfagfólks um hversu algengir hjarta- og æðasjúkdómar eru hjá konum. GoRed átakinu er ætlað að fá konur til að átta sig á hverjir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru, kenna þeim að þekkja einkennin og bregðast skjótt við. 

Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga sem starfa saman að GoRed auk fleiri fagaðila. 

Ætlunin er að vera með víðtæka kynningu, skemmtun og fræðslu í á konukvöldi í Kringlunni fimmtudaginn 14. febrúar og hefst dagskráin klukkan 19:30.

Til mikils að vinna, því markmið átaksins er að fræða konur og karla um einkenni hjarta- og æðasjúkdóma en sú þekking getur bjargað mannslífum.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur