Færeyjar 2014

Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, var gestur í boði Heilafélagsins í Færeyjum, félags þarlendra slagþolenda rétt fyrir mánaðamótin. Tekið var á móti honum með kostum og kynjum og var hann viðstaddur aðalfund Heilafélagsins, þar sem mikill samhugur ríkti með félagsmönnum og var auðsjánlegt að þetta litla samfélag, sem þeir byggja, þjappaði fólkinu saman um málefnið, – annað skipti ekki máli. Flutti Þórir fyrirlestur um HEILAHEILL og stöðu hans innan íslenska heilbrigðiskerfiisins og svaraði fyrirspurnum. Sagði hann að Heilafélagið líktist að uppbyggingu eins og HEILAHEILL, þar sem félagar eru aðeins fleiri, fámennt samfélag og á landsvísu, en hafa við sömu félagslegu viðfagsefni að glíma og við hér heima.

     

        

Má segja aðvið Íslendingar stöndum aðeins framar er varðar endurhæfingu eftir slag og hafa þeir lýst vilja sínum að efla samskipti sín við HEILAHEILL, er varðar þau atriði hér á landi. Er í ráði að meðlimir þess heimsæki norðurdeild HEILAHEILLA á Akureyri í byrjun júní og síðan afttur að ári liðnu. Í Þórshhavn eru nær því jafnmargir íbúar og á Akureyri og þykir þeim fróðlegt að kynnast norrænu velferðarsamfélagi er líkist þeirra.  

Fleiri myndir hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur