Nú fer að nálgast Reykjavíkurmaraþonið og ætlar Pétur Sturla Bjarnason, Íslandsmeistari í maraþoni 2013, er hljóp í fyrra á 2:46:51, að hlaupa núna fyrir HEILAHEILL og eru allir, félagar sem og aðrir er vilja styrkja gott málefni, hvattir til að heita á hann! Þegar hafa menn brugðist við og lét Gísli Ólafur Pétursson, framhaldsskólakennari og stjórnarmeðlimur í HEILAHEILL, þessa vísu frá sér og er hún skilaboð til allra landsmanna um að bregðast vel við framtaki Péturs.
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 23.ágúst næstkomandi þar sem fulltúar HEILAHEILLA verða. Nú þegar hafa 7.880 manns skráð sig til þátttöku sem eru um 7% fleiri en á sama tíma í fyrra. Metfjöldi hlaupara stefnir á þátttöku í maraþoni (42,2 km) en 1.037 hafa skráð sig í vegalengdina. Gamla þátttökumetið var sett í fyrra þegar 977 skráðu sig í maraþon. Söfnum fyrir gott málefni