Fulltrúar HEILAHEILLA, þau Guðmundur Guðjónsson, Þór Sigurðsson, Gísli Ólafur Pétursson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Þórir Steingrímsson og Anna Sveinbjarnardóttirkynntu félagið í Laugardalshöllinni 21-22 ágúst s.l. fyrir þátttakendum, hlaupurum og gestum er komu þar inn til undirbúnings maraþonkeppninnar. Margt var um manninn og það er greinilegt að fjölmargir lögðu leið sína inn á opnunarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins. Ekki þarf að fjölyrða um það, að markir stoppuðu við bás félagsins og tóku þau gögn sem fyrir lágu um slagið. Margir voru fullmeðvitaðir um tilurð félagsins, aðrir voru að kynnast því í fyrsta sinn. Ekki er það neinum vafa undirorpið að allri þeir sem fulltrúarnir ræddu við voru mjög þakklátir um framtak félagsins.
Það er mikil ánægja að Pétur Sturla Bjarnason, Íslandsmeistari 2013, hljóp á 2:46:51, skuli núna hlaupa fyrir félagið ásamt fjölmörgum öðrum og eiga þeir miklar þakkir skilið. Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer fram í 31. sinn næsta laugardag þann 23.ágúst. Forskráningu í hlaupið er nú lokið og nú er um að gera að hvetja hlauparana eins mikið og hægt er.