Nú er vetrardagskrá HEILAHEILLA að byrja frá 1. september til 31. maí og eru allir hvattir til að taka þátt! Félagið er með aðstöðu í Síðumúla 6, 108 Reykjavík II. hæð, gengið inn austanverðu (lyfta).
Reykjavík
1. Laugardagsfundir
Kl.11-13 – Fyrsta laugardag hvers mánaðar eru félags- og fræðslufundir, opnir öllum er láta sig málefni félagsins varða, með skemmti-, tónlistar og menningarívafi. Eru félagar hvattir til að taka með sér gesti.
2. Mánudagsfundir – Málstol
Kl.13-15 – Slagþolendur með málstol og aðstandendur hittast og eiga góða stund saman
3. Þiðjudagsfundir – Allir
Kl.13-15 – Slagþolendur og aðstandendur hittast og eiga góða stund saman
Viðvera:
a) B-2 þriðjudögum kl.14-15 –
b) Grensásdeild fimmtudögum kl.13:30-15:30 –
Akureyri
3. Þiðjudagsfundir – Allir
Kl.18-19 – Annan þriðjudag hvers mánaðar hittast slagþolendur og aðstandendur og eiga góða stund saman í Stássinu, Glerárgötu 20, 600 Akureyri.