Mánudaginn og þriðjudaginn s.l. hófust vikulegir sjálfseflingarfundir HEILAHEILLA niðri í Síðumúla 6 og var vel sóttur að vanda. Fór vel á með fundamönnum er voru í því að undirbúa veturinn og það var mikil stemning í mannskapnum. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, flutti stutta skýrslu og sagði hvað væri framundan. Kynnti hann fyrirhugað málþing, er áætlað er 10. október n.k. að Hótel Sögu og þá um málstol. Þá lagði hann áherslu á að málstolssjúklingar sameinuðust, sama af hvaða orsökum þeir urðu fyrir því, að bjóða öllum vinum og vandamönnum er hafa áhuga á malefninu að taka þátt. Þá var Bjarni Eiríkur Sigurðsson, þekktur hestamaður, sáld o.fl. meðal fundarmanna og rómaði hann m.a. tilurð félagsins. Þá var Páll Árdal, talsmaður félagsins á Akureyri í heimsókn og spurðu fundarmenn hann spjörunum úr um stöðu mála fyrir norðan. Rakti hann hana og greindi m.a. frá því að það væru slagþolendur víða um norðurland er hann væri í tengslum við.