Fækkar heilablóðföllum?

Haldin var ráðstefna salgþolenda á Norðurlöndum, Slagforeningerne i Norden í Gardemoen, í Osló, Noregi 11-12 september 2014. Þátttakendur voru Marika Railila og Liisa Koivula frá Finnlandi; Sven Andreason og Allan Hedlund frá Svíþjóð; Arne Hagen, Kjetil Gaarder og Grethe Lunde frá Noregi; Ann Hovland og Johan Petersen frá Færeyjum og þeir Þórir Steingrímsson og Páll Árdal frá Íslandi. Inesa Maurina frá Lettlandi sat einnig ráðstefnuna sem samstarfsaðili og Manuela Messmer-Wullen fulltrúi SAFE (Stroke Alliance for Europe). Fyrir hönd kostunaraðilans, Boehringer-Ingelheim, þau Natalie Wilson, Mike Kan og Mona J. Breivik er stýrðu starfshópum er vörðuðu ýmsa salgtengda sjúkdóma. Allt frá 2011 hafa Norðurlöndin komið sér saman með þessum hætti og gáfu út sameiginlega yfirlýsingu og samstarf 2012.

 

                  

Eftir marga fyrirlestra m.a. prófessorsins Davids Russells, sjúkrþjálfarans Hege Ihle-Hansens, prófessorsins Bente Halvorsen, prófessorsins Birgittu Langhammers og næringafræðingsins Mette Svendsen voru bornar fram margar fyrirspurnir. Skemmtilegar umræður voru m.a. um stöðu slaþolenda í þessum ríkjum og hvað eiga þau sameiginlegt og hvað greinir þau í sundur. Eftir umræður og kynningar félagana má segja að Ísland sé ekki eftirbátur í mörgu og vakti það hrifningu hinna fullrúanna, sér í lagi að sú staðreynd að á s.l. 10 árum hefur einstaklingum er fá heilablóðfall hér á landi fækkað úr 700 einstaklingum niður í 410 á ári!  HEILAHEILL vill þakka sér a.m.k. hluta af þessum ávinningi!  Að vera smáríki hefur í sér marga kosti umfram fjölmenn ríki, en þó ekki sömu möguleika að afla sér upplýsinga um niðurstöður ýmissa kannana sem þessi fjölmennu ríkin búa yfir. Því er HEILAHEILL aðili í þessu samstarfi til að afla sér upplýsinga og kanna í hvaða stöðu það er í samanburði við önnur ríki.

Sjá fleiri myndir hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur