Fréttir af Danmerkurför HEILAHEILLA

Guðrún Torfhildur Gísadóttir, gjaldkeri fór til Kaupmannahafnar á stjórnarfund hjá Nordisk Afasiråd en það eru norræn samtök fyrir þá sem hafa fengið málstol. Fundurinn var haldinnhjá dönsku samtökunum Hjernesagen í Höje Taastrup í Kaupmannahöfn. 

Fyrir utan venjuleg stjórnarstörf þá var farið yfir þau verkefni sem hvert land er að vinna að. Öll löndin eru að vinna að málstolsdegi þann 10. október næstkomandi. Hver og eitt land mun vera með kynningu á aðallestarstöðinni í sínu landi frá tvö til fjögur. Kynningin verður með sama sniði hjá öllum en ráðið hefur látið hanna auglýsingaborða, umbúðir fyrir brjóstsykur, fatnað ofl. fleira fyrir þetta tilefni. Ísland mun ekki vera með í þetta sinn þar sem við munum vera með málþing á Hótel Sögu á sama tíma.

Félögin kynntu síðan hvað þau voru að vinna að. Farið var m.a. yfir heimasíðu hvers lands og hvað hver og helstu verkefni. Finnar kynntu verkefni sem þeir kalla „Eitt líf“ og benda á ábyrgð hvers og eins til að passa upp á heilsuna. Bæði er um að ræða auglýsingar í sjónvarpi og bæklingar. Þeir sem standa að verkefninu eru samtök þeirra sem hafa fengið heilablóðfall, hjartaáfall og sykursýki. Lagt er áhersla á að kynna 1-1-2. Danirnir eru einnig að kynna einkenni heilablóðfalls og auglýsa neyðarnúmerið 1-1-2 .


Okkur stendur til boða að nýta okkur vinnu vina okkar á norðurlöndum sem er mikilvægt fyrir svona lítið félag eins og er á Íslandi.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur