Rjúfum einangrun einstaklingsins!

HEILAHEILL verður með málþing/starfaþing um talörðugleika, – málstol skjólstæðinga félagsins o.fl. að Hótel Sögu föstudaginn 10. október n.k. frá kl.13-17 og langar okkur að sem flestir taki þátt!  Þetta þing er öllum opið og ókeypis þátttaka! 

Heilaheill; Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi verið í samráðshópi taugasjúklingafélaga (SAMTAUG) og undirritað samkomulag við LSH í desember 2005 þar um. Hafa önnur félög, s.s. FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma lýst áhuga sínum að taka þátt og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Frá okkar sjónarmiði er málstol eftir heilablóðfall sérstök fötlun og þeir málörðugleikar sem skjólstæðingar annarra sjúklingafélaga hafa eru mismunandi eftir hverjum sjúkdómi fyri sig.  Með þessu þingi gefa öllum tækifæri á að taka þátt í umræðu hvar megi bæta, – hvað þennan þátt varðar.

Dagskráin:
13:00-13:10 Formaður HEILAHEILLA Þórir Steingrímsson setur þingið 
13:10-13:35 Anna Lilja Gunnarsóttir ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins 
13:35-14.00 Margrét Kristjánsdóttir, deildarstjóri Sjúkratrygginga Íslands
14:00-14:15 Axel Jespersen, aðstandandi málstolssjúklings 
14:15-14:45 Kaffihlé 
14:45-16:20 Félögin taka til máls
16:20-17:00 Hópar taka til starfa og skila af sér

Samkvæmt dagskránni er gert ráð fyrir að hvert félag hafi sitt umræðuborð og við það geta allir sem hafa áhuga á málefninu sest við það og rætt hvað betur mætti fara. 

HEILAHEILL er aðili að Nordisk Afasiråd, en málstol er ein er samanstendur af Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Á þessu ári er ráðið 20 ára og ætla löndin að vera með uppákomu í hverju landi fyrir sig á þessum degi í nokkrar klukkustundir. Við erum að því!

Vona að sjá ykkur sem flest!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur