Að rjúfa einangrun einstaklingsins!

Heilaheill hélt ráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 10. október í tilefni af norræna málstolsdeginum, en félagið er aðili að Nordiske Afasirådet. Fulltrúi félagsins, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, hélt utan í september s.l. og sat stjórnarfund þess. Lögð var áhersla á að hvert aðildarland gerði eitthvað á þessum degi til þess að vekja athygli á þessum afleiðingum slags. Þar sem félagið er jafnframt aðili að samráðshópi 6 taugasjúklingafélaga er hefur vinuheitið SAMTAUG, var fulltrúum hinna félaganna boðið til þátttöku og talmeinfræðingum, þar sem einnig voru ræddir mismundandi málörðugleikar annarra sjúkdóma. Sérstakir gestir fundarins voru þær Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í Velferðarráðuneytinu (ávarp hér) og Margrét Kristjánsdóttir, deildarstjóri Sjúkratrygginga Íslands.

    

Þórir Steingrímsson,formaður, flutti inngangsorð og síðan tók Anna Lilja við og lýsti afstöðu ráðuneytisins til þessa málaflokks og bar kveðju Kristjáns Þ. Júlíussonar, ráðherra. Þá tók Margrét við og útskýrði fyrir fundarmönnum skipulag Sjúkratrygginga Íslands og skilyrði til kostnaðarþátttöku einstaklingsins. Að því loknu tóku þau Axel Jespersen og Hrafnhildur Ólafía Axeldóttir til máls sem aðstandendur. Að þessum framsögum loknum voru margar fyrirspurnir bornar fram frá fulltrúum hinna félaganna og tók m.a. Erla Hafsteinsdóttir, talmeinfræðingur til máls. Ræddu fundarmenn mikið saman á ráðstefnunni og töldu mikilvægt að efla samvinnu félaganna á þessu sviði.

      

 

Sjá fleiri myndir af ráðstefnunni hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur