
Á laugardaginn ætlar Björn Thoroddsen, gítarleikari, að heimsækja félagsmenn og gesti þeirra í Síðumúla 6, 108 Reykjavík kl.11:00! Þetta er kærkomið tækifæri fyrir félagsmenn og alla tónlistarunnendur að hlýða á þennan snilling og njóta listar hans.
Það þarf ekki að kynna Björn fyrir félagsmönnum er fylgjast með tónilst á annað borð! Hann hefur unnið til margra verðlauna á undanförnum árum, bæði hérlendis og erlendis og er mjög vel þekktur fyrir snilli sína. Hann ætlar að heiðra félagið með nærveru sinni á laugardaginn kemur og eru félagar hvattir til að mæta og er velkomið að taka með sér gesti.
Hægt er að afla frekari upplýsingar um frægðarferil Björns á heimasíðum fjölmiðlanna, YouTube o.s.frv. og svo á heimasíðu hans sjálfs með því að smella á hér!