Af ráðstefnum tveim eftir séra Baldur Kristjánsson

Undirritaður hélt ásamt Þóri Steingrímssyni formanni Heilaheilla til Helsinki mánudaginn 3ja nóv. sl. og komum við heim föstudaginn 7unda sama mánaðar. Farið var að til að sitja tvær stefnur. Báðar tengdust ,,Stroke Alliance For Europe“ sem gæti útleggst ,,Slagbandalag Evrópu“. Hin fyrri var ráðstefna með þáttöku SAFE eins og Stroke alliance for Europe er gjarnan skammstafað, en kostuð af lyfjafyrirtækjum undir merkjum Bayer Healthcare þýsks fyrirtækis. Skrifuðum við Þórir ásamt öðrum þátttakendum og fyrirtækinu undir mikla eiðstafi um að þáttaka risanna hefði á okkur engin misnotkunaráhrif og hvorki var á ráðstefnu minnst á einstök lyf eða fyrirtæki. Mun þetta vera alþekkt aðferð innan heilbrigðisgeirans.

Þarna hlýddum við á lækna og aðra fræðimenn um slag flytja lærða fyrirlestra um hvernig ráðgera mætti viðbrögð við slagi bæði á héraðs- eða landsgrunni svo og Evrópugrunni. Hvernig ráðgera mætti viðbrögð við vágestinum og hvernig bregðast mætti við þegar það væri orðið. Bæði með skammtíma hætti svo og enduræfingarhætti. Undirliggjandi var hvernig koma mætti í veg fyrir slag (og skylda sjúkdóma) og hve þýðingarmikið að aðilar lönd, héruð, stjórnmálamenn, þolendur og almenningur ynni saman að verkefninu með aukinni þekkingu, betri lyfjum, meiri samvinnu og betri áætlunum einkum er kæmi til viðbragða.

          

Hlutverk okkar í þessu er vitaskuld fyrst og fremst það að opna augu þeirra sem hér ráða, fyrir mikilvægi þess, heilsufræðilegum og fjárhagslegum, að þróa áfram slagvarnir með það fyrir augum að fækka slagþolendum, minnka skaða af slagi (og skyldum sjúkdómum) og koma þolendum sem fyrst út í lífið á ný til atvinnu og/eða annars.

Mér telst til að fyrirlesarar hafi verið tíu, bæði fræðimenn og stjórnendur félaga fólks sem lætur sig þessi mál varða. 

Seinni ráðstefnan var SAFE ráðstefna en kostuð einnig af Bayer, þýska lyfjafyrirækinu. Auðvitað er þetta fyrirkomulag sem sveitadreng ofan af Íslandi hugnast ekki allkostar en svona gerast kaupin víst á eyrinni og hafa gert og fylgt er ákveðnum vinnureglum til þess að lágmarka beinan hagnað kostunaraðila

       

Þarna hlýddum við á fyrirlestra um það hvernig félög skyld okkar starfa í ýmsum löndum Evrópu einkum Finnlandi sem voru gestgjafar að þessu sinni. Athygli mína vakti hve Finnnar fármagna heilbrigðisþjónustu sína með framlögum veðmálafyrirtækja en Finnar ,,gambla“ greinilega mikið. Forystufólk félaga gerði grein fyrir ástandinu í sínum löndum og vakti framlag Íslands langmesta athygli en Þórir sýndi myndband sem hann hafði útbúið þarsem hann með listilegum hætti tengdi saman áhrif gosins við eða í Bárðarbungu á landið  við áhrif slags á manninn. Hafði fólk á orði á þarna hefði orðið til nýtt viðmið um hvernig haga ætti framlögum frá einstökum löndum bæði tæknilega og efnislega. Ofan í kaupið var myndbandið hin besta landkynning.

Tölur um það hve dregið hefur úr slagi á Íslandi vöktu einnig athygli einkum í ljósi þveröfugrar þróunar víða annarsstaðar sem nota bene má að einhverju leiti rekja til bættrar skráningar.

Þessi vinnufundur SAFE þróaðist síðan í aðalfund samtakanna þar sem kosinn var nýr formaður John, ég hef ekki eftirnafnið, frá Bretlandseyjum. Þá var einnig kosinn í stjórnina Þórir Steingrímsson og skal honum óskað til hamingju með það en ekki er auðvelt að komast þarna inn í stjórn sem er fámenn og löndin mörg og þarf að fara saman persóna sem fólk þekkir og viðurkenning á starfi heimafélags.Tveir voru í framboði til formanns og dró sig í hlé sú sem talið var að tapa myndi. Sama gerðist í stjórnarkjöri. Þeir sem ekki áttu erindi að þessu sinni drógu sig í hlé í upphafi kosninga.

Við gistum sem aðrir á Hótel Scandia við höfnina í Helsinki og úti fyrir blöstu við ferjur á áætlun til Tallin og Stokkhólms. Lítill tími gafst til skoðunar, þó sá undirritaður að Helsinki er falleg borg sem minnir á Stokkhólm en með þyngra og dekkra yfirbragði svo minnir á Rúsland segir fólk. Og stór, risastór, bæði borgin sjálf og húsin.

  Baldur Kristjánsson

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur