Það var góð og hugljúf stemning á jólafundi HEILAHEILLA laugardaginn 6. desember 2014, þegar þau Kristbjörg Kjeld, leikkona, og séra Baldur Kristjánsson ávörpuðu fundarmenn. Veitingar voru ekki af verra taginum, þar sem jólaljósin loguðu á hverju borði og jólakökurnar smökkuðust vel. Haflína Breiðfjörð stýrði kaffiveitingum með myndarbrag. Kom Skyrgámur í óvænta heimsókn og ræddi við félaga HEILAHEILLA. Í byrjun spilaði svo flautukvartett Skólahljómsveitar Kópavogs hugljúf jólalög undir stjórn Össurar Geirssonar. Eftir það bauð Þórir Steingrímsson, formaður, fundarmenn velkomna og gaf séra Baldri orðið. Séra Baldur lagði út frá öfgatrúnni og varaði við ofstæki í þá veru. (Hugvekjan hér)
Á milli spilaði flautukvartettinn jólalög og síðan kom Kristbjörg Kjeld og las sögu úr safni Jóhannesar úr Kötlum, sögu eftir Þóri Bergsson. Eftir