Áfram halda Akureyringar á móti slagi!

Slagþolendur á Norðurlandi komu sér saman, þeir sem áttu heimangengt, á Greifanum á Akureyri í gær.  Þarna hittust slagþolendur, aðstandendur og fagaðilar og áttu góða stund saman undir kaffibolla.  Þau Páll Árdal s:691 3844 og Helga Sigfúsdóttir hafa haldið vel á málum á Norðurlandinu og eru fús til ráðgjafar um félagið og tilgang þess fyrir hvern þann sem leikur forvitni á að vita hvernig félagið starfar.  Þá geta allir einnig hringt í félagið sjálft, sem er á landsvísu, í 860 5585.  Auk þess er hópurinn á norðurlandi með sérhóp inn á Facebook sem allir geta séð. En alltaf bætast nýir í hópinn og samkvæmt síðustu tölum eru u.þ.b.2 sem fá slag hér á landi á dag, – en fer fækkandi sem betur fer!  

    

Þá eru fulltrúar norðanmanna í stjórn félagsins og hefur það gefið góða raun.  Á næstu dögum fara tveir fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður ogPáll Árdal stjórnarmaður, á ráðsefnu norrænu félaga slagþolenda, “SLAGFORENINGERNA I NORDEN” í Osló, þar sem menn bera saman bækur sínar og mynda samstöðu fyrir framtíðina.  Eru alllir hvattir til að taka þátt og vera með félagsstarfi landsmanna.

Sjá fleiri myndir hér!

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur