Á Norrænni ráðstefnu, þar sem fulltrúum HEILAHEILLA, Þóri Steingrímssyni formanni og Páli Árdal meðstjórnanda var boðið til, 5. Nasjonale konferanse om HJERNESLAG í Osló 12-13 febrúar 2015, komu fram athyglisverðar nýungar er vöktu mikla athygli. Fyrir utan afar fróðleg og fræðileg erindi er voru flutt, þ.á.m. um mörg ný tæki og nýungar í forvörnum, meðhöndlun og endurhæfingu slags, þá var fleygt fram ákveðnum hugmyndum um framtíðarsýnina. Þar voru í senn forstöðumenn norskra, sænskra og danskra efndurhæfingastofnanna er vörpuðu fram ýmsum hugmyndum eru gætu vel rímað við íslenskan veruleika.
Fulltrúar Íslands á leið til fundar | Ráðstefnugestir | Próf. Mårten Rosenqvist í sjónvarpsviðtali | ||||||||
Um kvöldið var fulltrúunum boðið til kvöldverðar með öðrum fulltrúum innan Slagforeningerne í Norden (sem er landfræðilegur hópur innan SAFE) og fengu þá fulltrúarnir tækifæri til að ræða við einn fyrirlesaranna, prófessor Mårten Rosenqvist. Þá var einnig rætt við nokkra ráðstefnuhaldarana og Ísland kynnt og hvað væri þar gert í þágu málstaðar félagsins. Var ljóst að mikill áhugi var á Akureyri í þeirri samræðu.