Heilaheill á norðurlandi hélt sinn mánaðarlega fund þriðjudaginn 14. apríl á Greifanum. Rætt var um sumarferð í sumar og var ákveðið að fara safnahring í Eyjafirði. Það þarf að ákveða á næsta fundi hvenær verður farið og hvað skoðað. Næsti fundur verður þriðjudaginn 12. maí á Greifanum og mun Heilaheill Ísland bjóða öllum upp á súpu og salatbar í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Að auki hyggst stjórn félagsins vera með stjórnarfund á Akureyri laugardaginn 16. maí og nota tækifærið og kynna starfsemina fyir Akureyringum og nágrenni. Er von á að félagar úr færeyska systurfélaginu HEILAFÉLAGINU boði komu sína til bæjarins á næstunni.
Þeir sem hafa áhuga á að fá upplýsingar um félagið eða kynnast starfsemi þess geta haft samband við Pál Árdal, forsvarsmann Akureyrardeildarinnar í síma 691 3844 |
||||
Páll Árdal |