Velheppnaður 20 ára afmælisfundur félagsins var haldinn 2. maí á fyrir fullu húsi á Grand hótel við góðar unditektir fundargesta.Hélt félagið upp á 20 ára afmæli sitt 2. maí s.l. á Grandhóteli við fjölmenni. Eftir setningu formannsins kom Ellen Calmon formaður Öryrkjabandalagsins og flutti félaginu góðar kveðjur og hélt fyrirlestur um baráttumál bandalagsins. Í lokin færði hún félaginu gjafakort og blómvönd, er formaðurinn veitti viðtöku. Þór G. Þórarinsson sérfræðingur í velferðarráuneytinu tók til máls og flutti erindi um mikilvægi þess að frjáls félagasamtök, sem HEILAHEILL, væru í góðu samskiptum við erlend félög af sama toga. Þá kom Elías Ólafsson, taugalæknir og yfirmaður taugadeildar Landspítalans B-2 og fylgdi skýrslu sinni úr hlaði, er var um rannsókn hans og læknanna Ólafs Kjartanssonar og Ágústs Hilmarssonar, er þeir gerðu á árunum 2007 til 2008, um hve margir fengju slag í fyrsta sinn hér á Íslandi á árs grundvelli. Má segja að sú niðurstaða hafi verið kærkomin afmælisgjöf til félagsins og þjóðarinnar, þar sem niðurstaða þeirra sagði til um að 343 einstaklingar fengju slag í fyrsta sinn hér á landi og eftir því að dæma þá hefur heilablóðföllum fækkað á Íslandi um nær 50%, – þar sem áður var ætlað að þau hafi verið um 700. Vill félagið þakka sér hluta af þessum árangri með sínu forvarnarstarfi s.l. ár. Eftir hans erindi var fengu fundarmenn sér kaffi og gæddu sér á afmælistertu, sem var gjöf frá Mosfellsbakaríi í tilefni dagsins, en Hafliði Ragnarsson verðlaunahafi í súkkúlaðigerð er eigandi þess og jafnframt meðlimur í félaginu.
Þar á eftir flutti Elías Ólafsson, yfirlæknir taugadeildar LSH, afar fróðlegt erindi um heilablóðfalllið og um rannsóknir er hann gerði um það ásamt læknunum Ágústi Hilmarssyni og Ólafi Kjartansssyni. Voru margar fyrirspurnir lagðar fram og svaraði hann þeim greiðlega. Voru fundarmenn afar ánægðir með þessi fróðlegu dagskráratriði og heldu á brott sínu fróðari um félagið og fyrir hvað það stendur.