
Gamalgróinn félagi og stofnandi HEILAHEILLA (Félags heilablóðfallsskaðaðra) Brynjólfur Sveinbergsson, fyrrum mjólkurbússtjóri á Hvammstanga heimsótti formanninn Þóri Steingrímsson á heimili hans fyrir skömmu. Brynjólfur kvaðst hafa fengið slagið á árinu 1994 og var undir góðri handleiðslu lækna, hjúkrunarfræðinga og þjálfa á Grensás. Þá kvaðst hann hafa farið á stofnfund félagsins þá um veturinn, að hann minnti í nóvember 1994, og kvaðst muna eftir frumherjunum þess. Hann sýndi blaðaúrklippur af viðtali við hann í Morgunblaðinu 25.09.1994 um slagið.
Taldi hann að ungt fólk væri að fá slag í meira mæli en áður og í sínu litla bæjarfélagi vissi hann um tvær ungar konur, sem væru með afleiðingar slags. Mikið verk framundan hjá þeim báðum!