Afmælisfundur HEILAHEILLA verður á Akureyri laugardaginn 16. maí á Hótel KEA laugardaginn kl.14-16. Kynnir verður Páll Árdal, forsvarsmaður HEILAHEILLA á Akureyri, Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir á Kristnesi og Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHELLA flytja erindi. Fjallað verður um slagið (heilablóðfallið) á léttum nótum undir slagorðnum “Áfall er ekki endirinn“. Þeir sem vilja kynnast hvernig megi koma í veg fyrir slag, (heilablóðfallið) ættu að koma og kynna sér málið. Þá syngja og spila þau hjónin Hjalti Jónsson og Lára Sóley fyrir gesti. Okkur þætti vænt um að sjá þig og þiggja léttar veitingar með okkur. Aðgangur er ókeypis og takið með ykkur gesti og gleðjist með félögum HEILAHEILLA!