
Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, hafð flutt skýrslu um stöðu félagsins í dag og svaraði hann fyrirspurnum fundarmanna um starfsemina. Þórir lagði áherslu á mánudags- og þriðjudags sjálfseflingarfundi félagsins, sem eru vikulega frá kl.13-15. Eftir það tóka annað við. Að verða fyrir tveimur áföllum, slögum, á stuttri ævi er hverjum manni nóg. Á laugardagsfundi HEILAHEILLA 5. september sl. heimsótti Þórunn Erna Clausen, leikkona, fundarmenn og sagði sína sögu á eftirminnilegum fundi í Sigtúni 42, Reykjavík. Ekki bara það að hún fékk sitt slag, heldur missti hún einnig eiginmann sinn Sonny Brink úr slagi, þegar þau væru bæði á hraðbraut frægðarferils síns. Þegar leikurinn stóð sem hæst hjá þeim báðum, þá dundu áföllin yfir, sem mörgum félögum HEILAHEILLA er kunnug og alþjóð hefur fylgst með.