
Það var nóg að gera hjá formanninum Þóri Steingrímssyni í þessum mánuði, þar sem hann situr í stjórn SAFE (Stroke Alliance For Europe) og fylgist vel með hvaða þjónustu slagþolendur fá í þeim ríkjum sem eru með aðild að samtökunum, – en þau eru 26 og verða sennilega 30 í lok nóvember. Alls eru 47 ríki innan Evrópuráðsins, (Council of Europe) sem SAFE starfar eftir en 28 af þeim eru í Evrópusambandinu (European Union) og það er mikill vilji innan þeirra ríkja að tengjast SAFE með formlegum hætti. Aðalfundur samtakanna verður í Warsaw í byrjun nóvember og við sjáum hvað setur. Fyrir Ísland hefur mikla þýðingu að fylgjast með.