
Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Páll Árdal, talsmaður og forsvarsmaður norðurdeildar félagsins á Akureyri, fóru í byrjun september á svæðisbundna ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe) er nefnist Slagforening i Norden í Malmö, Svíþjóð, og fylgdust með hvað hætti framvindan væri með nýungar innan Norðurlandanna. Öll Norðurlöndin voru með sína fulltrúa á réðstefnunni, utan Færeyjar, en þær eru aðilar að SAFE og hafa ávallt mætt nema núna. Það sem vakti athygli voru nýjungar í samnorrænu verkefni sem prófessor Charlotta Magnusson, frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð, er varðar app forrit á snjallsíma og hentar fólki með heilailun og er sérstaklega ætlað fólki sem á við minnisörðugleika að stríða. Þetta appforrit ber vinnuheitið NavMem (Navigational aid for people with memory promblems) og gæti gagnast skjólstæðingum HEILAHEILLA vel. Í þessum hópi eru 3 Íslendingar og fylgst verður vel með framvindu mála.