
Aðalfundur ÖBÍ var/og haldinn (fundarhlé til þriðjudagsins 7. október) að Hotel Hilton Nordica í Reykjavík og rúmlega 100 fulltrúar félaganna sátu hann. Félögin eru 37 og eru skjólstæðingar þeirra því nokkuð margir. Gengið var til dagskrár og mæltist mönnum vel er stjórnin gaf skýrslu um störf sín og fjármálin voru í góðu lagi. Tvö voru í framboði formanns, þau Ellen Calmon og Guðjón Sigurðsson og var Ellen kosin. Kosið var í málefnahópa og í stjórn eftir nýju lögunum. Nokkuð vafðist fyrir mönnum hvernig ætti að standaað stjórnarkjörinu og spunnust langar umræður um það og var fundi frestað fram á þriðjudaginn 7. október kl.16:00.