Laugardaginn 17. október s.l. hélt Íslensk erfðagreining ráðstefnu ásamt Hjartaheill um hjörtu mannana í húsakynnum sínum við Sturlugötu í Reykjavík. Fyrirlesararnir voru ekki af verra taginu og fór Kári Stefánsson fyrir í þeim hópi, en með honum voru þau Hilma Hólm frá Íslenskri erfðagreiningu, Davíð O Arnar og Guðmundur Þorbjarnarson hjartalæknar. Davíð hafði áður flutt sambærilegan fyrirlestur á vegum HEILAHEILLA sem hægt er að sjá með því að smella á hér! Ræddu þau öll um hjartað út frá hugsanlegum erfðaþáttum, þ.á.m. gáttatifs (atrial fabrilation).
Frammámenn Hjartaheilla og Heilaheilla voru viðstaddir fyrirlestrana og nokkrar fyrirspurnir voru lagðar fram, er svarað var skilmerkilega. Á ráðstefnum sem þessum skapast umræða sem kölluð hefur verið “sjúklingavædd umræða”. Aldrei er of mikil áhersla er lögð á gáttatifið og hvað það getur leitt af sér. Því eru allir hvattir að þekkja sinn púls með því að vakta sjálfan sig t.d., við sjónvarpið o.s.frv. í u.þ.b. 3-4 mínútur. Það getur bjargað mannslífi!
Pétur Bjarnason tók myndir