
ActivABLES: Rýnihópar að nálgast einstaklinga og fjölskyldumeðlimi!
Framundan er átakshópur í okkar norræna heilbrigðiskerfi sem er að skipuleggja rýnihópa fyrir rannsóknarverkefni undir ACTIVEables, þ.e.a.s. brydda upp á nýjungum (tæknilegum sem og öðrum) í endurhæfingu eftir heilablóðfall! Nú hafa talsmenn skipuleggjenda hér á landi haft samband við formann HEILAHEILLA um þátttöku félagsmanna og hér er kærkomið tækifæri fyrir þá er vilja bæta færni til sjálfstæðis á heimilinu og víðar.
Hafa fulltrúar HEILAHEILLA, formaðurinn Þórir Steingrímsson, Páll Árdal og Baldur Kristjánsson sótt ráðstefnur á vegum SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Helsinki 2014 og Malmö 2015 þar sem kynning var á þessu verkefni. Í þessum átakshópi eru 3 fulltrúar frá Íslandi, Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur, Helga Jónsdottir prófessor við Háskóla Íslands og dr. Þóra Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við háskólann í Hollandi (Utrect). Þá verður Ingibjörg Bartmarz, hjúkrunarfræðigur einnig með í þessu starfi.
Viðmið fyrir þátttöku:
Einstaklingur sem er:
• 18 ára og eldri,
• með sjúkdómsgreininguna heilablóðfall en ekki annan sjúkdóm að meginheilsufarsvanda sem hefur áhrif á hreyfifærni,
• hefur miðlungs skerðingu á hreyfigetu (moderate handicap) á tíma rannsóknar, metið með [Fyrir Ingibjörgu Hjalta og Ingibjörgu Bjartmarz: Skala (mRS) >3 og <5],
• höfðu enga skerðingu á hreyfingu fyrir heilablóðfall,
• hafa enga alvalega skerðingu á vitsmunum (cognititive deficits/dementia) [Fyrir Ingibjörgu Hjalta og Ingibjörgu Bjartmarz: metið Memory 2 item RAI test (Morris 2010) sem felur í sér 2 spurningar.]
• hafa ekki málstol,
• hafa lokið enduræfingu á enduræfingardeild Grensás, Landspítala eða Reykjalundi.
• eru íslenskumælandi
• geta veitt upplýst samþykki.
Maki eða fjölskyldumeðlimur (sjúklings):
• hefur enga hreyfiskerðingu á tíma rannsóknar, metið með mRS (0 eða 1).
• er íslenskumælandi
• getur veitt upplýst samþykki.
Verður félagsmönnum sendar frekari upplýsingar á næstunni um verkefnin og gefinn kostur á að vera þátttakendur, með þeim skilyrðum sem sett eru fram hér að ofan.