Markvert átak til endurhæfingar!


ActivABLES: 
 
Rýnihópar að nálgast einstaklinga og fjölskyldumeðlimi!

Framundan er átakshópur í okkar norræna heilbrigðiskerfi sem er að skipuleggja rýnihópa fyrir rannsóknarverkefni undir ACTIVEables, þ.e.a.s. brydda upp á nýjungum (tæknilegum sem og öðrum) í endurhæfingu eftir heilablóðfall! Nú hafa talsmenn skipuleggjenda hér á landi haft samband við formann HEILAHEILLA um þátttöku félagsmanna og hér er kærkomið tækifæri fyrir þá er vilja bæta færni til sjálfstæðis á heimilinu og víðar.

Hafa fulltrúar HEILAHEILLA, formaðurinn Þórir Steingrímsson, Páll Árdal og Baldur Kristjánsson sótt ráðstefnur á vegum SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Helsinki 2014 og Malmö 2015 þar sem kynning var á þessu verkefni. Í þessum átakshópi eru 3 fulltrúar frá Íslandi, Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfræðingur, Helga Jónsdottir prófessor við Háskóla Íslands og dr. Þóra Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við háskólann í Hollandi (Utrect). Þá verður Ingibjörg Bartmarz, hjúkrunarfræðigur einnig með í þessu starfi.

Viðmið fyrir þátttöku:

Einstaklingur sem er:
• 18 ára og eldri,
• með sjúkdómsgreininguna heilablóðfall en ekki annan sjúkdóm að meginheilsufarsvanda sem hefur áhrif á hreyfifærni,
• hefur miðlungs skerðingu á hreyfigetu (moderate handicap) á tíma rannsóknar, metið með [Fyrir Ingibjörgu Hjalta og Ingibjörgu Bjartmarz: Skala (mRS) >3 og <5],
• höfðu enga skerðingu á hreyfingu fyrir heilablóðfall,
• hafa enga alvalega skerðingu á vitsmunum (cognititive deficits/dementia) [Fyrir Ingibjörgu Hjalta og Ingibjörgu Bjartmarz: metið Memory 2 item RAI test (Morris 2010) sem felur í sér 2 spurningar.]
• hafa ekki málstol,
• hafa lokið enduræfingu á enduræfingardeild Grensás, Landspítala eða Reykjalundi.
• eru íslenskumælandi
• geta veitt upplýst samþykki.

Maki eða fjölskyldumeðlimur (sjúklings):
• hefur enga hreyfiskerðingu á tíma rannsóknar, metið með mRS (0 eða 1).
• er íslenskumælandi
• getur veitt upplýst samþykki.

Verður félagsmönnum sendar frekari upplýsingar á næstunni um verkefnin og gefinn kostur á að vera þátttakendur, með þeim skilyrðum sem sett eru fram hér að ofan.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur