
Akureyringar hafa verið duglegir við að vera meðfélagsfundi á Greifanum á Glerárgötu fyrir slagþola, aðstandendur þeirra og fagaðila. Eru þessir fundir hugsaðir fyrir allt Norðurland, þar sem þeir eru miðsvæðis fyrir norðanmenn. Þeir hafa sýnt virkni félagsins með sínum jákvæðu störfum og markmiðum, sem er að ná til þeirra er hafa lent í áfallinu og byggja þá upp, – svo og aðstandendur þeirra. Góður síðbúinn jólafundur félagsins á Norðurlandi var haldinn á Greifanum Akureyri þriðjudaginn 12. janúar s.l. og félagið bauð öllum upp á súpu og salatbar í tilefni jólanna. Spjallað var um það sem efst er á baugi hjá félaginu. Félagsmenn ræddum.a. um hugsanlega skemmtiferð (dagsferð) frá Akureyri og margar hugmyndir komu fram. Eru allir félagsmenn beðnir um að hafa upp á slagþolendum á Norðurlandi og vera í sambandi við talsmann félagsins, Pál Árdal í síma 691 3844.