
Áhrifamikill félagsfundur var hjá HEILAHEILL laugardaginn 6, febrúars.l. í samkomusal félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík, sem þær heimsóttu Elva Ósk Ólafsdóttir, leikkona og Sólveig Árnadóttir, rithöfundur bókarinnar “Með blóð á heilanum” og sögðu frá sinni reynslu. Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu um félagið og stöðu þess í samfélaginu og eftir það tóku þær til máls og hvor um sig höfðu frá heilmiklu að segja. Sólveig sagði frá sem slagþolandi og sýndi fram á að áfall væri ekki endirinn, þar sem hún afrekaði heilmikið eftir áfallið. Elva sem fyrrum aðstandandi las upp ljóð er hún orti um fyrrverandi eiginmann sinn Andra Clausen, er lést um aldur fram eftir slag og snart hjörtu fundarmanna með einlægni sinni. Á fundinn mættu nokkrir sem voru þar í fyrsta sinn og lýstu ánægju sinni með þátttökuna. Er minnt á næsta laugardagsfund HEILAHEILLA 5. mars n.k. kl.11-13.
![]() |
![]() |
![]() |