
Þetta er alþjóðlegt framtak kvenna, upprunnið í Bandaríkjunum og vekur athygli þeirra hér á landi til hjartasjúkdóma. Þessi samtök hér á landi hafa vinnuheitið HHH-hópurinn og hefur verið með árlegar skemmtanir. Hjartalæknirinn Þórdis Jóna Hrafnkelsdóttir formaður Go Red setti skemmtunina og svo komu þau Björn Thoroddsen, Anna Þóra Björnsdóttir, uppistandari, Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringafræðingur, Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir, Hilma Hólm, hjartalæknir og leikhópurinn IMPROV ÍSLAND og skemmtu gestum. Þau Lilja Stefánsdóttir og Þórir Steingrímsson stóðu vaktina fyrir HEILAHEILL þegar þau tóku þátt í átakinu GO RED með starfsfólki Hjartaheilla og Hjartaverndar.