
Framvarðasveit HEILAHEILLA, þau Katrín Júlíusdóttir, Ragnar Axelsson, Þórir Steingrímsson og Edda Þórarinsdóttir funduðu nýlega og mátu árangurinn eftir opnun heimasíðunnar. Katrín hefur verið á “símavaktinni” s: 860 5585 og leyst þau mál sem upp hafa komið eins og við var að búast. Edda Þórarins tekur svo við af henni eftir u.þ.b. viku fram í febrúar. Framvarðasveitinni bar saman um að þessi háttur gæfist vel og skuli vera áfram. Fólk er hvatt til þess að hafa samband í símanúmerið 860 5585 ef því liggur eitthvað á hjarta varðandi sjúkdóminn, hvort sem það er sjúklingur, aðstandandi eða fagaðili.