Fróðlegur “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA var haldinn 9. apríl s.l. að Sigtúni 42, Reykjavík. Þórir Steingrímsson, formaður, hélt stutta tölu um félagsmál og stöðuna í samfélaginu. Eftir það tók Kristín Stefánsdóttir, formaður styrktarsjóðsins FAÐMS, til máls og greindi frá reynslu sinni af slaginu, er hún fékk 2001. Nokkrum árum síðar fékk tvítugur sonur hennar einnig slag og má segja að hún sé félagi í HEILAHEILL bæði sem sjúklingur og aðstandandi. Þá greindi hún skilmerkilega frá starfsemi styrktarsjóðsins, að hann hafi komið mörgum fjölskyldum til aðstoðar. Á fundinn mættu líka félagar HUGARFARS og gerðu allir góðan róm að efni hans, þar sem þessi félög eiga margt sameiginlegt, sér í lagi er varðar endurhæfinguna. Að lokum gæddu menn sér á kaffi og meðlæti á meðan fundinum stóð og héldu ánægðir út í vorið.