Öflugur fundur fyrir sumarið!

Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, varaborgarfulltrúi og formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar heimsótti Laugardagsfund HEILAHEILLA 7. maí s.l..  Eftir stutta skýrslu Þóris Steingrímssonar formanns um félagið, las leikkonan upp úr bók Ingólfs heitins Margeirssonar, Afmörkuð stund, við mikla kátínu fundarmanna.  Eins og mönnum er kunnugt skrifaði Ingólfur bókina um lífið og tilveruna eftir heilablóðfall í gamansömum tón.  Var hann félagi og sat í stjórn umnokkurra ára skeið, skömmu áður en hann lést.  Eftir að fundarmenn fengu sér kaffi og meðlæti sat Ilmur fyrir svörum sem formaður Velferðarráðs og margar fyrirspurnir bárust.  Var spurt um m.a. um N.P.A o.s.frv. og samskipti einstaklinga og velferðarþónustunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Að lokum var henni þakkað fyrir heimsóknina og héldu hver til sinna heima.

 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur