
Sigfús Helgi Kristinsson, meistaraprófsnemi í talmeinafræði vann við meistaraprófsverkefni sitt undir leiðsögn margra aðila og varði það 3. júní í Læknagarði, að viðstöddum fulltrúum HEILAHEILLA og fjölda manns. Kristinn Tómasson, læknir, prófaði Sigfús og gaf honum góð ummæli. Sigfús greindi m.a. frá því að öll vinna hafi gengið vel á öllum stigum verkefnisins, og þakkaði það m.a. góðri samvinnu við Heilaheill. Hann hyggst nota þekkinguna í sínu starfi á Reykjalundi, og hvetur aðra talmeinafræðinga og verðandi talmeinafræðinga til að gera slíkt hið sama. Sérstaklega á Reykjalundi, Grensási og víðar þar sem unnið er að endurhæfingu fólks sem fengið hefur heilablóðfall.
![]() |
![]() |
|||
Þórir Steingrímsson, Kolbrún Stefánsdóttir, Axel Jespersen og Bryndís Bragadóttir | Kolbrín Stefánsdóttir, Sigfús Helgi Kristinsson, Þórir Steingrímsson og Axel Jespersen |
Þá hefur honum boðist að kynna niðurstöður rannsóknarinnar á 30. heimsþingi Alþjóðasamtaka talmeinafræðinga og heyrnarfræðinga (International Association of Logopedics and Phoniatrics) sem haldið verður í ágúst og reynir HEILAHEILL að styrkja hann af sínum mætti og óskar honum góðs gengis í því.