
Þröstur Leó fór á kostum er hann gerði Gísla á Uppsölum, Selárdal, góð og skemmtileg skil á fundi HEILAHEILLA laugardaginn 5. nóvember s.l.. Var þetta bráðskemmtilegt og fræðandi erindi um kynni hans af Gísla, en eins og mönnum er kunnugt er Þröstur uppalinn á Bíldudal, í nágrenni þessa einbúa. Þröstur kom víða við í sinni frásögu og sagði ýmislegt um þennan sérstaka manner tókst á við einveruna, þá með sínum hætti. Fundarmenn voru á einu máli um, að ýmislegt er kom fram í máli Þrastar gaf þeim meiri innsýn í þann veruleika er þeir vissu um áður! Ekki er hægt að greina frá erindi Þrastar í stuttu máli, – svo fróðlegt var það.
![]() |
![]() |
![]() |
||||||||
Þórir Steingrímsson ávarpar fundarmenn | Gísli á Uppsölum | Þröstur Leó Gunnarsson segir frá Gísla |
Bíða menn núna spenntir eftir að leikrit Kómedíuleikhússins um Gísla, þar sem Elfar Logi leikari leikur Gísla, verði sýnt á höfuðborgarsvæðinu!
![]() |
![]() |
![]() |
||