NPA – Stórt skref!

Nokkuð stórt skref var stigið í þróun um NPA, þegar málþing var haldið var á vegum velferðar- ráðuneytisins í samvinnu við Verkefnisstjórn um NPA, tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð og fór fram á Icelandair Hotel Reykjavík Natura 17. nóvember sl. Formaður HEILAHEILLA sótti þingið og fylgdist með umræðunni. Fulltrúar HEILAHEILLA hafa fylgst með umræðunni innan félagsins allt frá 8.apríl 2008, þá um Uloba í Noregi sem er fyrirmynd NPA hér á landi og sóttt umræðu. m.a. innan Háskóla Íslands 9. september sama ár ognokkur málþing á vegum ÖBÍ, m.a. 5. júní 2010 en svo var stofnað formlegt samvinnu- félag16, júní 2010. Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónusta sem byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Hugmynda- fræðin gerir skýrar kröfur um að notandi aðstoðarinnar ráði því hvernig staðið er að framkvæmd hennar. NPA er því á margan hátt umbreyting á framkvæmd og skipulagi innan velferðarþjónustunnar. Þessi breyting gerir miklar kröfur til notenda, aðstoðarfólks og þeirra sem annast umsýslu með framkvæmd aðstoðarinnar. Frá því 2011 hefur samstarfsverkefni um NPA verið við lýði. Sérstök verkefnisstjórn hefur starfað og fjallað um hvernig best verði staðið að framkvæmd NPA til framtíðar. Nú er komið að kaflaskilum og af því tilefni er boðað til málþings þar sem NPA verður rýnd frá mismunandi sjónarhornum. Þess er vænst að málþingið og niðurstöður þess geti orðið mikilvægt vegarnesti fyrir stjórnvöld þegar næstu skref við framtíðaruppbyggingu NPA verða stigin hér á landi.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur