Kolbrún Sefánsdóttir, varaformaður HEILAHEILLA var kosin í stjórn á aðalfundi SAFE (Stroke Alliance For Europe) í Amsterdam nú á dögunum. Þórir Steingrímsson, formaður, gengdi þeirri stöðu s.l. tvö ár, en sagði af sér ásamt öðrum, vegna mikilla skipulagsbreytinga hjá samtökunum. Það er uppörvandi að vera með fulltrúum annarra Evrópskra þjóða á ráðstefnu SAFE um slagið (heilablóðfallið) og bera hlutina saman við það sem gerist heima hjá okkur. Og það var því ekki að því að spyrja að fulltrúar Norðurlanda, – Íslands, Svíþjóðar, Noregs og Færeyja tóku sig vel út og mynduðu öflugan hóp norðurslóða á aðalfundinum og hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja með að styðja við okkur frændur sína og í því sem við erum að gera!