Fjölsóttur fundur HEILAHEILLA var haldinn í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Þessir laugardagsfundir félagins, sem eru 1. laugardag hvers mánaðar, hafa notið mikilla vinsælda meðal félagsmanna og gestum þeirra, þar sem hvort tveggja, – fræðileg erindi og skemmtiatriði eru á boðstólum. Söng og leikkonan Sigrún Waage las ljóð og söng fyrir fundarmenn við góðar undirtektir, eftir skýrslu Þóris Steingrímssonar, formanns HEILAHEILLA. Þarna hafa sérfræðingar og félagsmenn haldið erindi, er höfða til allra, hvort sem þeir hafa orðið fyrir heilablóðfalli eða kynnst því með óbeinum hætti. Á þessum fundi, fyrir utan fyrirlesarann Kristínu Ásgeirsdóttur, hjúkrunarfræðings á B2, komu þau Björn Logi Þórarinsson,taugasér- fræðingur á B2, Landspítalanum og Marianne Elisabeth Klinke doktor í hjúkrunarfræðum heilablóðfallssjúklinga.
Eftir erindi Kristínar ræddu þau öll við fundarmenn um stórmerkilegt átak sem er í burðarliðnum á landsvísu hjá starfsliði Landspítalans er varða alla þá er kenna sér slags. Útskýrðu þau fyrir fundarmönnum framtíðarsýn sína og þeirra er láta sig þetta málefni varða innan heilbrigðisgeirans. Var mikill hugur í fundarmönnum að veita þessari áætlun fagfólksins allan þann stuðning sem það telur að félagið geti veitt!