
Fjölmennur og reglulegur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 4. febrúar í samkomusal félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu um félagið og svo var sýnd sjónvarpskvikmynd um heilablóðfallið, þar sem farið yfir áfall og endurhæfingu tveggja kvenna, þeirra Steinunnar Jakobsdóttur, húsmóður, og Guðbjargar Öldu Þorvaldsdóttur, arkitekts, við góðar undirtektir fundarmanna. Myndin sýndi að áfall er ekki endirinn. Gestir að þessu sinni voru þau Þórunn Magnea Magnúsdóttir, leikkona og Svavar Knútur, hljómlistarmaður og skáld. Þórunn las sögu eftir Þórarinn Eldjárn og vakti mikla kátínu. Þá tók Svavar Knútur við og fór mikinn og söng af gleði og ánægju fyrir mannskapinn, sem tók vel undir.
![]() |
![]() |
![]() |
|||||
![]() |
![]() |
![]() |
|||||
![]() |
![]() |
![]() |
|||||
![]() |
![]() |
![]() |
|||||