
Kynningarfundur um félagsdeild HEILAHEILLA á Akureyri var haldin 1. apríl á Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Eftir skýrslu formanns, Þóris Steingrímssonar, kynnt Páll Árdal starfsemina á Akureyri. Situr hann í 5 manna stjórn félagsins er fundar reglulega með fjarsambandi til Akureyrar. Fór hann stuttlega yfir veikindi sín og sýndi sjónvarpsviðtal, er var haft við hann á sjónvarpsstöðinni N4.. Þá greindi hann frá góðu samstarfi við fagfólk á Akureyri og minntist á Friðrik Vagn Guðjónsson, lækni, Helgu Sigfúsdóttur, sjúkraþjálfara, Ingvars Þóroddsson, yfirlækni endurhæfingar, öll á Kristnesi. Þá greindi hann frá félagsstarfinu og sýndi myndir af sumarferðum deildarinnar. Þá minntist hann á ráðstefnuferðir sínar á vegum félagsins, m.a. til Noregs. Var gerður góður rómur að erindi hans. Þá kom Halldór Gylfason, leikari og skemmti fundarmönnum með gítar og söng. Vakti hann mikla kátínu. Að lokum fóru allir glaðir heim að lokum eftir að hafa gætt sér á veitingum sem voru veittar á staðnum.