Málþing Félags fagfólks um endurhæfingu (FFE) 23. mars nk. á Grand Hótel frá kl. 13-16

Þórunn Halldórsdóttir, M.Sc. talmeinafræðingur sagði við heimasíðuna að Félag fagfólks um endurhæfingu (FFE) hafi verið stofnað vorið 2001. Á þeim tíma hafði verið unnið mikið í stefnumótun endurhæfingardeilda hér á landi og var ein af niðurstöðum þeirrar vinnu sú að æskilegt væri að stofna þverfaglegt fræðafélag. Margar starfstéttir vinna í endurhæfingu, s.s. sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, læknar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, talmeinafræðingar og fleiri. Eðli endurhæfingarinnar krefst þess að þessar stéttir vinni vel saman til að stuðla að því að skjólstæðingar þeirra nái færni til að takast aftur á við daglegt líf og verði sem mest sjálfbjarga. FFE leggur áherslu á að hafa fulltrúa sem flestra fagstétta ístjórn og að þeir skiptist á að fara með formennsku félagsins. Síðastliðin ár hefur félagið haldið fjóra fræðslufundi á ári, auk aðalfundar og málþings að vori. Fræðslufundirnir hafa verið sendir út á landsbyggðina í gegnum síma eða fjarfundarbúnaði til þess að endurhæfingarstofnanir þar eigi kost á að fylgjast með fræðslunni. Félagið heldur einnig úti heimasíðu www.endurhaefing.com með ýmsum upplýsingum um félagið og almennt um endurhæfingu.
Félagið hefur ákveðið að Dagur endurhæfingar verði haldinn þ. 23. mars n.k. með árlegum aðalfundi og málþingi. Málþingið verður haldið á Grand Hótel frá kl. 13.30-16.00 og er yfirskrift þess: Endurhæfing og talmeinafræði. Starfsvið talmeinafræðinga innan endurhæfingarinnar er vítt og felur í sér greiningu og meðferð vandamála sem hafa áhrif á tal, málnotkun og raddbeitingu. Einnig vinna talmeinafræðingar við greiningu og meðferð kyngingarvandamála. Rödd, talandi og framsetning máls eru mikilvægir þættir sem við notum til að tjá persónuleika okkar og félagslega stöðu. Skerðing á þessum þáttum vegna slyss eða sjúkdóma hefur oft mikil áhrif á þann sem fyrir því verður og í sumum tilvikum verður það til þess að fólk einangrast og fær ekki þá félagslegu örvun sem það þarfnast. Talmeinafræðingar vinna markvisst að því að þjálfa þessa þætti, veita skjólstæðingum og aðstandendum ráðgjöf og kynna fyrir þeim aðferðir og hjálpartæki sem geta bætt tjáskiptafærni þeirra. Á málþinginu á morgun munu talmeinafræðingar flytja erindi um margvíslegt efni sem varðar endurhæfingu á tal- og málmeinum, s.s. talþjálfun fólks með Parkinson-sjúkdóm, talþjálfun eftir barkakýlisnám, hugræna tjáskiptaskerðingu eftir heilaskaða og hvernig best er að aðlaga tal sitt og samskiptaform að þörfum málstolssjúklinga. Auk þess munu einstaklingar sem hafa þurft á talþjálfun að halda ræða um reynslu sín og upplifun.

Aðgangur er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir en aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir aðra en félagsmenn. Við hvetjum heilbrigðisstéttir sérstaklega til að koma og eiga með okkur fræðandi og skemmtilega stund.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur