Heilaheill hefur um nokkurt skeið verið aðili að samtökum félaga slagþola í Evrópu sem kallast SAFE eða Stoke Alliance for Europe en þau samtök voru stofnuð í oktober 2004. Helsti hvatamaður að stofnuninni var Arne Hagen þáverandi formaður norsku samtakanna. Markmiðið með stofnun samtakanna var og er að sameina kraftana á evrópskum vettvangi og fá yfirvöld og ráðamenn í Evrópu allri til að setja málefni slagþolenda í forgang og vekja athygli þeirra á því sem hægt er að gera í málefnum þeirra. Margt er gert til að reyna að ná eyrum ráðamanna í Evrópusambandinu sem gætu beitt sér í þessu máli og eitt af því er verkefni sem SAFE réðst í með King´s College London. Verkefnið byggir á því að safna saman upplýsingum frá öllum löndum Evrópu og ná nýjustu upplýsingum um stöðuna eins hjá hverju landi fyrir sig, vinna úr þeim skýrslu sem leggja á fyrir Evrópuráðið. Verkefninu er ætlað að skýra , eins vel og kostur er, hverjar eru helstu afleiðingar þess að fá slag og hvernig það er að lifa með skerðingum sem slag getur leitt af sér. Þá er lögð áhersla á hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir eða lágmarka skerðingar og er það ekki síst tímalengdin sem spilar þar mikið inn í ásamt fyrstu viðbrögðum þegar fólk kemst undir læknishendur. Skýrslan verður síðan kynnt á vordögum 2017 og verður spennandi að sjá hvernig við stöndum miðað við önnur lönd. Skýrslan verður birt í heild sinni á heimasíðu Heilaheilla
Kolbrún Stefánsdóttir stjórnarmaður í SAFE