Fimmtudaginn 30.03.2006 kl.16:00 var haldinn samráðsfundur með framkvæmdastjórn LSH og Sam-Taugar, [sem er vinnuheiti samstarfshóps taugasjúklinga] samkvæmt þartilgreindu samkomulagi er aðilar undirrituðu í viðurvist ráðherra á s.l. ári. Í Sam-Taug eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var fundurinn haldinn á Eiríksstöðum og fjallað var um stöðuna og hvaða verkefni væru brýnust í samstarfi aðila. Voru menn ánægðir með þennan fund og hvor um sig setti sér markmið í samstarfinu og ákveðið var að hittastað hausti.
Friðhelgisstillingar
Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.
Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.
Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.