
Fimmtudaginn 30.03.2006 kl.16:00 var haldinn samráðsfundur með framkvæmdastjórn LSH og Sam-Taugar, [sem er vinnuheiti samstarfshóps taugasjúklinga] samkvæmt þartilgreindu samkomulagi er aðilar undirrituðu í viðurvist ráðherra á s.l. ári. Í Sam-Taug eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var fundurinn haldinn á Eiríksstöðum og fjallað var um stöðuna og hvaða verkefni væru brýnust í samstarfi aðila. Voru menn ánægðir með þennan fund og hvor um sig setti sér markmið í samstarfinu og ákveðið var að hittastað hausti.